Guðmundur Daníelsson
PGA golfkennari
Ég útskrifaðist sem PGA golfkennari vorið 2021 og hef síðan þá helgað mig því að miðla þekkingu minni og reynslu til annarra. Golf hefur fylgt mér í mörg ár, bæði sem leikmaður og í félagsstörfum, meðal annars í rekstri Golfklúbbs Borgarness.
Eftir útskrift hóf ég störf sem íþróttastjóri Golfklúbbs Borgarness, en frá árinu 2023 hef ég verið barna- og unglingaþjálfari hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Síðan 2024 starfa ég sem íþróttastjóri GKG, þar sem ég leiði metnaðarfullt starf með áherslu á þjálfun, fræðslu og uppbyggingu golfíþróttarinnar.
Ég legg mig fram um að mæta fólki á þeirra eigin forsendum og styðja það í að ná framgangi í golfi – hvort sem markmiðið er ánægjan af leiknum, bættur árangur eða að ná lengra í keppni.
Mínar áherslur
Ég vil taka við hverjum nemanda þannig að honum líði vel. Aðstoða nemandann við að bæta sinn leik og vinna að því að auka ánægjuna á vellinum. Golf er íþrótt fyrir lífstíð.



