top of page

Guðmundur Daníelsson

PGA golfkennari

Ég útskrifaðist sem PGA golfkennari vorið 2021 og hef síðan þá helgað mig því að miðla þekkingu minni og reynslu til annarra. Golf hefur fylgt mér í mörg ár, bæði sem leikmaður og í félagsstörfum, meðal annars í rekstri Golfklúbbs Borgarness.

Eftir útskrift hóf ég störf sem íþróttastjóri Golfklúbbs Borgarness, en frá árinu 2023 hef ég verið barna- og unglingaþjálfari hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Síðan 2024 starfa ég sem íþróttastjóri GKG, þar sem ég leiði metnaðarfullt starf með áherslu á þjálfun, fræðslu og uppbyggingu golfíþróttarinnar.

Ég legg mig fram um að mæta fólki á þeirra eigin forsendum og styðja það í að ná framgangi í golfi – hvort sem markmiðið er ánægjan af leiknum, bættur árangur eða að ná lengra í keppni.

Mínar áherslur

Ég vil taka við hverjum nemanda þannig að honum líði vel. Aðstoða nemandann við að bæta sinn leik og vinna að því að auka ánægjuna á vellinum. Golf er íþrótt fyrir lífstíð. 

Hafðu samband

Endilega hafðu samband og við aðstoðum þig eftir fremsta megni

Email. gummi@gdgolf.is

Sími. 862-3558 

Takk fyrir skilaboðin!

© 2020 Guðmundur Daníelsson. Með aðstoð Wix.com

bottom of page